
GiMo skuldbindur sig að svara á réttum tíma og tryggja að gestum þínum sé sinnt. Við veitum leiðbeiningar við innritun og útritun, móttökuþjónustu og erum ávallt til staðar ef þörf krefur eða ef neyðartilvik kemur upp. Þegar þú leggur þína eign í okkar hendur getur þú verið fullviss um að eigninni þinni sé sinnt og að gestir þínir fá að njóta 5 stjörnu dvalar.
GiMo veitir faglega þrifaþjónustu sem einfaldar þér lífið. Sérfræðingar okkar þrífa eignina þína með sérstakri áherslu á smáatriði. Það tryggir fullkomna hugarró fyrir gestgjafa þar sem okkar markmið er að fá 5 stjörnu umsögn fyrir hverja dvöl og hámarka þannig tekjur af þínum eignum.
Við bjóðum upp á neyðaraðstoð allan sólarhringinn svo þú getur verið viss um leigjendum sé alltaf sinnt. Það er gríðarlega mikilvægt og skiptir sköpum fyrir upplifun leigjenda að geta treyst á að fá aðstoð hvenær sem er.
Til þess erum við.
GiMo býður upp á umfangsmikla húsbæklinga fyrir allar þær eignir sem við þjónustum. Þessir bæklingar innihalda allt frá innskráningar leiðbeiningum til húsreglna og eru reglulega uppfærðir. Við viljum að þínum gestum líði vel, upplifi öryggi og hafi allar nauðsynlegar upplýsingar um dvöl sína við höndina. Ef breytingar eða uppfærslur verða sem þurfa að koma fram í bæklingnum sjáum við um það tafarlaust svo að þínir gestir eigi alltaf aðgang að réttum og gagnlegum upplýsingum.
GiMo sér um allar birgðir þinnar eignar til að tryggja fullkomna upplifun gesta. Við höldum utan um allar rekstrarvörur eins og klósettpappír, eldhúspappír, hreinsiefni og gætum þess að allt sé fullbúið og tilbúið fyrir hverja dvöl. Auk þess sjáum við alfarið um birgðahald á handklæðum, koddum, sængum og rúmfötum og skiptum þeim út eftir þörfum til að tryggja að þínir gestir eigi þægilega og skemmtilega dvöl.
Við getum aðstoðað þína gesti með hvað sem er, allt frá því að skipuleggja ferðalög, bóka staðbundnar ferðir yfir í að ráðleggja um veitingastaði og bóka borð. Við getum einnig veitt gestum upplýsingar um nærliggjandi svæði og gefið þeim ráðleggingar um hvað er best að gera og sjá. Markmið okkar er að veita sérsniðna og samfellda upplifun hjá hverjum og einum svo þeir geti notið dvalarinnar eins og kostur er og átt ógleymanlega dvöl.